fimmtudagur, febrúar 15, 2007
sunnudagur, nóvember 26, 2006
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
laugardagur, febrúar 12, 2005
Plymouth Roadrunner (Plóman)
Vegna gífurlegra vinsælda bílahornsins og fjölda áskoranna, hef ég ákveðið að birta myndir af Plymmanum mínum og öðrum tækjum. Ég eignaðist hann þegar ég var 19 ára og gerði hann upp frá grunni. Síðustu árin notaði ég hann að mestu í kvartmílunni og náði best 12,18sek á honum. Ætli hann hafi ekki verið skila mér ca. 500-550 hestöflum.
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Bílahornið fer aftur í gang
Nú geta allir hætt að örvænta því bílahornið er komið á fulla ferð. Eins og að sjá má á myndunum er mótorinn í Gúrkunni komin úr og komin á vélastand. Stefnan er að endursmíða vélina á næstu mánuðum ásamt því að klára skólann á réttum tíma. Þessi vélavinna verður metin sem 10 einingar, ég talaði við Guðrúnu Gísla um þetta og hún tók bara vel í þetta en sagði að hún þyrfti að vera að lámarki 300 hestöfl þannig að hægt sé að spæna upp Krísuvíkurheiðina. Gúrkan verður ekki klár fyrir sumarbústaðarferðina, en vonandi fljótlega eftir það, fer þetta allt eftir blessuðu náminu.
Ásamt því að menn geti fylgst með framgangi mála með Gúrkuna þá ætla ég að setja myndir af Roadrunnernum (plymouth) sem ég átti og var mitt stolt, en ég varð að selja hann þegar ég kynntist Ástu (líka Willisinn minn). Gaman að þessum kærustum!!
Ásamt því að menn geti fylgst með framgangi mála með Gúrkuna þá ætla ég að setja myndir af Roadrunnernum (plymouth) sem ég átti og var mitt stolt, en ég varð að selja hann þegar ég kynntist Ástu (líka Willisinn minn). Gaman að þessum kærustum!!
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Nýjungar!!!
Sem samgöngumálaráðherra finnst mér ég vera knúinn til þess að stofna bílahorn sem tengt er við heimasíðu Jakanna. Ekki þurfti að snúa upp á höndina á mér til þess að fá þessu framgent þar sem að ég er bíladellukarl. Vonandi verður síðan til gagns og gamans fyrir Jaka og aðra áhugamenn um ókomna framtíð.
Því miður get ég ekki byrjað neitt á þessu fyrr en að loknum prófum, en á meðan getið þið kíkt nokkra linka sem tengjast ferðalögum og bílum:
Því miður get ég ekki byrjað neitt á þessu fyrr en að loknum prófum, en á meðan getið þið kíkt nokkra linka sem tengjast ferðalögum og bílum:
Hver veit nema að seinna meir verði sjálfstæð jeppadeild innan Jaka?