Bílahorn Stebba

laugardagur, febrúar 12, 2005

Plymouth Roadrunner (Plóman)

Vegna gífurlegra vinsælda bílahornsins og fjölda áskoranna, hef ég ákveðið að birta myndir af Plymmanum mínum og öðrum tækjum. Ég eignaðist hann þegar ég var 19 ára og gerði hann upp frá grunni. Síðustu árin notaði ég hann að mestu í kvartmílunni og náði best 12,18sek á honum. Ætli hann hafi ekki verið skila mér ca. 500-550 hestöflum. Posted by Hello
Þetta er Plymouth Roadrunner árg. 1969. Með 383 ci big-block Chrysler.  Posted by Hello
Þetta er Valiantinn hans Fribba. Hann náði 10.34sek á þessum bíl, sem eru um 700 hestöfl.  Posted by Hello
Hérna sést grindin hans Jón Geirs vinar míns. Í þessari ferð fóru einmitt bremsurnar hjá honum og hann rann út í hraun á fullum hraða :) Hann slasaðist sem betur fer ekkert en grindin fór ansi illa. Posted by Hello

miðvikudagur, febrúar 02, 2005


hér er hann Posted by Hello
Ég lét fylgja með mynd af gamla kærastanum hennar Ástu, glæsilegur náungi, ekki satt? Það er greinilegt að hún hefur tekið niður fyrir sig með mig, en með tímanum næ ég kannski að komast með tærnar sem hann hefur hælana Posted by Hello

Bílahornið fer aftur í gang

Nú geta allir hætt að örvænta því bílahornið er komið á fulla ferð. Eins og að sjá má á myndunum er mótorinn í Gúrkunni komin úr og komin á vélastand. Stefnan er að endursmíða vélina á næstu mánuðum ásamt því að klára skólann á réttum tíma. Þessi vélavinna verður metin sem 10 einingar, ég talaði við Guðrúnu Gísla um þetta og hún tók bara vel í þetta en sagði að hún þyrfti að vera að lámarki 300 hestöfl þannig að hægt sé að spæna upp Krísuvíkurheiðina. Gúrkan verður ekki klár fyrir sumarbústaðarferðina, en vonandi fljótlega eftir það, fer þetta allt eftir blessuðu náminu.

Ásamt því að menn geti fylgst með framgangi mála með Gúrkuna þá ætla ég að setja myndir af Roadrunnernum (plymouth) sem ég átti og var mitt stolt, en ég varð að selja hann þegar ég kynntist Ástu (líka Willisinn minn). Gaman að þessum kærustum!!

Búið að strippa Gúrkuna að framan og verið að kanna aðstæður áður en vélinni er kippt úr.  Posted by Hello

Strákurinn Posted by Hello

Vélin tekin upp með nýja vélargálganum Posted by Hello