Bílahornið fer aftur í gang
Nú geta allir hætt að örvænta því bílahornið er komið á fulla ferð. Eins og að sjá má á myndunum er mótorinn í Gúrkunni komin úr og komin á vélastand. Stefnan er að endursmíða vélina á næstu mánuðum ásamt því að klára skólann á réttum tíma. Þessi vélavinna verður metin sem 10 einingar, ég talaði við Guðrúnu Gísla um þetta og hún tók bara vel í þetta en sagði að hún þyrfti að vera að lámarki 300 hestöfl þannig að hægt sé að spæna upp Krísuvíkurheiðina. Gúrkan verður ekki klár fyrir sumarbústaðarferðina, en vonandi fljótlega eftir það, fer þetta allt eftir blessuðu náminu.
Ásamt því að menn geti fylgst með framgangi mála með Gúrkuna þá ætla ég að setja myndir af Roadrunnernum (plymouth) sem ég átti og var mitt stolt, en ég varð að selja hann þegar ég kynntist Ástu (líka Willisinn minn). Gaman að þessum kærustum!!
Ásamt því að menn geti fylgst með framgangi mála með Gúrkuna þá ætla ég að setja myndir af Roadrunnernum (plymouth) sem ég átti og var mitt stolt, en ég varð að selja hann þegar ég kynntist Ástu (líka Willisinn minn). Gaman að þessum kærustum!!
2 Comments:
At 2. febrúar 2005 kl. 09:22,
Hilmar said…
Ég er nú ekki kannski mikill bílaáhugamaður en þetta hljómar allt virkilega spennandi. Þetta eru einhverskonar raunveruleika bílaviðgerðir. Ég vil líka panta gluggasæti í gúrkunni þegar þú ferð að spæna upp krísuvíkina
At 3. febrúar 2005 kl. 02:02,
Halldór Jón said…
þetta er kúl, er hægt að panta framsætið eða kannski maður verði fyrir utan til þess að ná góðum myndum af þessu svo að hægt sé að senda Guðrúnu Gísla í jólagjöf eða jafnvel sumargjöf. Kemur í ljós
Skrifa ummæli
<< Home